Steinunn Inga Óttarsdóttir∙30. ágúst 2025
NÝR, FULLÞROSKAÐUR GLÆPASAGNAHÖFUNDUR
Spennusagan Bylur er frumleg og grípandi, vel skrifuð og hörkuspennandi. Höfundurinn Íris Ösp Ingjaldsdóttir hefur áður sent frá sér Röskun sem fékk aldeilis góðar viðtökur og er á leiðinni á hvíta tjaldið.
Íris er komin í skáldatalið og við hlökkum til að sjá ritaskrá hennar lengjast og lengjast.