
Anna Rós Árnadóttir
Anna Rós Árnadóttir er fædd á Selfossi árið 1998. Hún lauk meistaranámi í almennri bókmenntafræði árið 2025 en hún er með BA gráðu í sama fagi.
Anna Rós hefur birt ljóð og ljóðaþýðingar í Tímariti Máls og menningar, Ljóðabréfi Tunglsins og víðar. Í janúar 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Skeljar“. Fyrsta ljóðabók hennar, Fyrir vísindin, er væntanleg í október 2025 hjá Benedikt bókaútgáfu.
Verðlaun og viðurkenningar
- 2025 Ljóðstafur Jóns úr Vör fyrir ljóðiið „Skeljar“