SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir19. október 2025

ANNA RÓS YRKIR FYRIR VÍSINDIN

Anna Rós Árnadóttir vakti athygli þegar hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í janúar síðastliðnum, fyrir ljóðið SKELJAR.

Núna er komin út fyrsta ljóðabók Önnur Rósar og kallast hún FYRIR VÍSINDIN. Í þættinum Bara bækur á rás 1 var viðtal við Önnur Rós þar sem hún sagði frá sjálfri sér og bókinni. Hlusta má á viðtalið hér.

 

Í kynningu útgefanda segir að Anna Rós yrki "með vísandalegri nákvæmni" og í einu ljóðanna segir:

 

Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim
getur ekkert að því gert að sum hús
eru í eðli sínu tilraunastofur
þakrenna dropamælir
þröskuldur loftvog
gluggi smásjá
glerskápur jarðskjálftamælir

 

Við mælum með bók Önnu Rósar fyrir vísindakonur og aðra unnendur ljóða.

 

 

Tengt efni