SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Lára

Anna Lára (Þórisdóttir Möller) er fædd í Reykjavík 7. nóvember 1966.

Eftir menntaskóla stefndi hún á að verða flugmaður og lauk einkaflugmannsprófi (nr. 2960) árið 1990. Það varð þó ekki úr að hún færi lengra með það nám heldur hóf hún nám í sálfræði við Háskóla Ísland og lauk BA gráðu árið 1995. Meistaraprófi í heilbrigðisvísindum lauk hún frá sama skóla árið 2000. Þá bætti hún við sig tveggja ára diplóma gráðu (fjarnám með vinnu) í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk því árið 2010.

Fyrstu þrjú ár starfsævinnar var Anna stundakennari og rannsóknarmaður við Háskóla Íslands – Lífeðlisfræðistofnun. Mestan part starfsævinnar starfaði hún sem náttúrufræðingur (löggild réttindi) á Landspítala.

Anna Lára kvaddi opinberan vinnumarkað sumarið 2018 vegna veikinda. Þá má segja að nýtt tímabil hefjist í lífi hennar. Eftir starfslok byrjaði hún óvænt að þreifa fyrir sér í ljóðagerð, hún fann að í ljóðum var hægt að tjá tilfinningar sem erfitt var að koma frá sér á annan hátt. Afraksturinn af þeim þreifingum er ljóða – og örsögubókin VONIN, sem kom út haustið 2020

Anna Lára var gift Jóhanni Möller í 27 ár en hann er brottgenginn, 2018. Þau voru barnlaus.

Anna Lára býr í Reykjavík.


Ritaskrá

  • 2020   Vonin

 

Tengt efni