Eydís Blöndal
Eydís Blöndal er fædd árið 1994 og ólst upp í Safamýrinni í Reykjavík. Hún er dóttir Péturs H. Blöndals, fyrrverandi þingmanns (d. 2015) og Guðrúnar Birnu Guðmundsdóttur.
Eydís tók stúdentspróf frá Mennaskólanum við Hamrahlíð og lagði stund á verkfræðilega eðlisfræði, heimspeki og hagfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk BA prófi í heimspeki með hagfræði sem aukagrein.
Eydís sat í stúdentaráði Háskóla Íslands og var í stuttan tíma varaþingkona Vinstri grænna áður en hún sagði sig úr flokknum vegna meðferðar á hælisleitendum. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri hjá Siðmennt.
Fyrsta ljóðabók Eydísar, Tvist og bast kom út árið 2017 vakti athygli fyrir frumleg efnistök en hún innihélt ljóð sem áður höfðu birst á twitter-síðu Eydísar. Tungumál og tilfinningar, samfélag og samfélagsmiðlar eru meðal þess sem Eydís fæst við í fyrstu bókinni.
Næsta ljóðabók Eydísar bar titilinn Án tillits kom út 2018 og hlaut tilnefningu til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar. Tvær fyrstu bækurnar gaf Eydís út sjálf en þriðja bók hennar, Ég brotna 100% niður kom út á vegum JPV. Þar eru áberandi ljóð sem tengjast loftlagskvíða, auk þess sem ort er um föðurmissi og móðurhlutverkið.
Eydís býr með fjölskyldu sinni í Reykjavík.
Ritaskrá
- 2021 Ég brotna 100% niður
- 2018 Án tillits
- 2017 Tíst og bast
Tilnefningar
- 2018 Til Maístjörnunnar fyrir Án tillits