SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Eygló Jónsdóttir

Eygló Jónsdóttir fæddist árið 1957 og er uppalin í Hafnarfirði.

Eygló er rithöfundur og kennari; hún kenndi fyrst um sinn í grunnskólum og síðar í framhaldsskólum. Eygló er með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún situr í ritnefnd fyrir tímaritið Mannúð, sem fjallar um frið og mannréttindi. Hún hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og ljóð eftir hana og sögur hafa birst í safnritum, á borð við jólabækur Blekfjelagsins. Þá hefur hún tekið þátt í Skáld í skólum á vegum Rithöfundasambandsins.

Eygló hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra um friðar- og mannréttindarmál og skipulagt fræðslusýningar um þessi mál ásamt umhverfisvernd. Hún er formaður Búddistasamtakanna SGI á Íslandi, sem eru friðar- og mannúðarsamtök, sem starfa á vettvangi friðar, menntunar og menningar. Þá hefur hún tekið þátt í starfi friðarhreyfinga á Íslandi til fjölda ára og meðal annars komið að því að skipuleggja friðargönguna á Þorláksmessu og kertafleytinguna á Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Eygló hefur hlotið fjölda friðar- og samfélagsverðlauna fyrir störf sín í þágu friðar.


Ritaskrá

  • 2023  Sóley í undurheimum
  • 2022  Hjónakapall (leikrit)
  • 2022  Kakkalakkar (leikrit)
  • 2021  Rauðar silkinærbuxur (leikrit)
  • 2021  Sóley og töfrasverðið
  • 2020  Samhengi hlutanna
  • 2018  Áttun
  • 2017  Ljóti jólasveinninn
  • 1997  Gjöf

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1996 Ljóð valið til að birtast í Blánótt, ljóð Listahátíðar

Tengt efni