SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir15. október 2022

HLJÓÐIN Í NÓTTINNI OG SKEGGI

Fyrir átta árum kom út bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur.

Þar var Skeggi Ásbjarnarson kennari við Laugaresskólann sakaður um kynferðisbrot gagnvart drengjum í skólanum. Málið fékk einhverja umfjöllun í fréttum á þessum tíma en síðan ekki söguna meir. Þorsteinn J. Vilhjálmsson var í Laugarnesskóla og honum var mjög brugðið yfir þessum meintu brotum Skeggja. Hann hóf rannsókn á málinu ásamt Sólveigu Ólafsdóttur, doktor í sagnfræði, og í dag er fyrsti þáttur í heimildaþáttaröð þar sem er skoðað hvað raunverulega gerðist í skólanum. 

Um Hljóðin í nóttinni segir m.a. í ritdómi: „Björg Guðrún er enn einn höfundurinn sem stígur fram af miklu hugrekki og lýsir því hvernig kerfið og samfélagið brást börnum sínum á þessum tímum.“

 

 

 

 

Tengt efni