SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 9. nóvember 2022

EVA BJÖRG LES UPP Á AKRANESI

Bækur verðlaunahöfundarins Evu Bjargar Ægisdóttur eiga það sameiginlegt að vera hrikalega spennandi og gerast á Akranesi. Söguþráðurinn nýjustu bókarinnar, Strákar sem meiða, er á þessa leið: Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Lögreglukonan Elma glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós!

Svo skemmtilega vill til að Eva Björg var einmitt í heimsókn í FVA, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, núna í morgun og las úr bókinni fyrir nemendur við góðar undirtektir. Höfundaheimsókn í framhaldsskóla er metnaðarfullt verkefni á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta og eru án endurgjalds. 

 

Eva Björg með nýju bókina

Áhugasamir nemendur í FVA

 

 

Tengt efni