SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Eva Björg Ægisdóttir

Eva Björg Ægisdóttir er fædd árið 1988 á Akranesi þar sem hún ólst upp og nýtir hún sér innsýn sína í smábæjarlífið í bókum sínum.

Eva Björg hefur fengist við skriftir frá unga aldri og á unglingsaldri hlaut hún verðlaun í smásagnasamkeppni.

Eva Björg kom fyrst fram á sjónarsvið íslenskra lesenda árið 2018 þegar hún sigraði í samkeppninni Svartfuglinn þar sem nýir höfundar geta sent inn handrit að glæpasögu. Það voru glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við bókaforlagið Veröld.

Verðlaunaverk Evu Bjargar, Marrið í stiganum, gerist á Akranesi og þar kynnist lesandinn rannsóknarlögreglukonunni Elmu og aðstoðarmanni hennar, Sævari, sem einnig koma við sögu í fleiri bókum höfundarins. Þessi frumraun Evu Bjargar hefur þegar verið þýdd á nokkur erlend tungumál.

Ensk þýðingu Victoriu Cribb á Marrið í stiganum, The creak on the stairs, hlaut bresk glæpasagnaverðlaun sem frumraun ársins 2021.

Eva Björg hefur sent frá sér nýja bók á hverju ári síðan fyrsta bókin kom út.

Eva Björg býr núna í vesturbænum í Reykjavík, ásamt manni sínum og þremur börnum.


Ritaskrá

  • 2023  Heim fyrir myrkur
  • 2022  Strákar sem meiða
  • 2021  Þú sérð mig ekki
  • 2020  Næturskuggar
  • 2019  Stelpur sem ljúga
  • 2018  Marrið í stiganum

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023  Blóðdropinn fyrir Heim fyrir myrkur
  • 2020  Íslensku hljóðbókaverðlaunin fyrir Marrið í stiganum
  • 2018  Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum

 

Tilnefningar

  • 2022  Til Blóðdropans fyrir Strákar sem meiða

 

Þýðingar

  • 2021  Vanuit het duister (hollensk þýðing, vantar nafn þýðanda)
  • 2021  Elma (Ombeline Marchon þýddi á frönsku)
  • 2021  Krckanje na skalite (Elizabeta Bozinoska þýddi á makedónsku)
  • 2020  The creak on the stairs (Victoria Cribb þýddi á ensku)

Tengt efni