SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir10. nóvember 2022

ÚTGÁFUHÓF Kristínar Bjargar

 

Á morgun, föstudaginn 11. nóvember, heldur Kristín Björg Sigurvinsdóttir útgáfuhóf í Sjóminjasafni Reykjavíkur vegna útgáfu bókar sinnar Bronsharpan. Hófið hefst kl. 17 og allir eru velkomnir.

Bronsharpan er framhald bókarinnar Dóttir hafsins sem gerist í skálduðum neðansjávarheimi og er hörkuspennandi fyrir ungmenni og alla þá sem elska ævintýri.

Dóttir hafsins vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2020 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Bókina vann Kristín Björg upp úr handriti sem hún skrifaði aðeins þrettán ára gömul. Samkvæmt Kristínu Björgu er ætlun hennar að skrifa þríleik undir heildartitlinum DULSTAFIR, svo enn ein bók í flokknum er í væntanleg síðar.

 

Tengt efni