SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir17. desember 2020

SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR SEXTUG

Sigríður Albertsdóttir, bókmenntagagnrýnandi, kennari og fræðikona, er sextug í dag.
 
Sigríður sat um tíma í ritstjórn skáld.is. Hún á að baki langan feril sem bókmenntagagnrýnandi og hefur skrifað hundruð greina og ritdóma í blöð og tímarit síðustu þrjá áratugi. Hún hefur fjallað um ótal verk skáldkvenna af innsæi og fagmennsku.
 
Hún skrifaði m.a. tímamótagrein um töfraraunsæi á Íslandi og vandaða grein um fantasíu og karnival í verkum Svövu Jakobsdóttur. Þá hefur hún verið með í smíðum doktorsritgerð um skáldskap Sigurðar Pálssonar sem hún grípur í þegar hún á lausa stund.
 
Skáld.is óskar Sigríði innilega til hamingju með daginn!
 

 

Tengt efni