FRÍÐA ÍSBERG VERÐLAUNUÐ Í SVÍÞJÓÐ
Tilkynnt var rétt í þessu að Fríða Ísberg fær Per Olov Enquist verðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína, Merkingu. Verðlaunin hafa verið veitt frá 2004 til ungra og efnilegra höfunda sem eiga erindi við umheiminn að mati dómnefndar.
Í áliti nefndarinnar um Merkingu segir ca. að í efnistökum Fríðu birtist bæði ljóðskáld og rithöfundur sem hafi alla þræði í hendi sér. Áhrifaríkur stíll, djúp merking í hverri setningu og tilsvari sem endurskapar andrúmsloftið hverju sinni. Með sýn sinni á samtímann og trúverðugri umhyggju fyrir persónum sínum stígur Fríða stórt skref út í heiminn .
”I Fríða Ísbergs första roman ryms både poeten och novellisten i sättet hon sonderar sitt material och nogsamt vecklar ut berättelsen. Det stilistiska handlaget imponerar, varje mening har något att tillföra, varje replikskifte omskapar stämningen i rummet. Med en blick för samtiden och med en övertygande omsorg om sina karaktärer tar Fríða Ísberg med romanen Märket ett stort kliv ut i världen.”
Sjá nánar á vef bókaforlagsins Norstedts.se