SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir24. janúar 2023

SKÚLI SIGURÐSSON FÆR BLÓÐDROPANN 2022

Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, voru afhent í dag við hátíðlega athöfn. Í ár hreppti  Skúli Sigurðsson verðlaunin fyrir Stóra bróður! Til hamingju.

Stóri bróðir verður þá framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Arnaldur Indriðason er eini Íslendingurinn sem hefur hreppt þau, árið 2002 fyrir Mýrina og 2003 fyrir Grafarþögn.

Á síðasta ári fékk Yrsa Sigurðardóttir Blóðdropann fyrir Bráðina, þar áður Sólveig Pálsdóttir fyrir Fjötra og Lilja Sigurðardóttir hirti lykilinn bæði 2018 og 2019. Yrsa hefur þrisvar fengið verðlaunin, árið 2021, 2015 og 2011 (sjá Blóðdropann).

 

Aðrar glæpasögur sem tilnefndar voru:

  • Strákar sem meiða eftir Evu Björg Ægisdóttur
  • Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur
  • Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur
  • Hungur eftir Stefán Mána

 

 

Tengt efni