SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir12. júní 2021

EINS OG Í KVIKSJÁ - NÝ LJÓÐABÓK FRÁ ÞÓRDÍSI RICHARDSDÓTTUR

Þórdís Richardsdóttir hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem ber titilinn Eins og í kviksjá og er þriðja ljóðabók hennar.
 
Þórdís hefur búið í Svíþjóð undanfarna áratugi og mest starfað við kennslu en ætíð fengist við ljóðlistina meðfram.
 
Á bókarkápu nýju ljóðabókarinnar segir að Þórdís yrki "um hlutskipti kvenna, horfnar formæður og systrasorg."
 
Þórdís á marga strengi í sinni ljóðahörpu og yrkir bæði um sorg og gleði og sterkur feminískur tónn og gáski setur svip sinn á ljóð hennar.
 
Skáld.is fagnar nýrri ljóðabók frá Þórdísi enda tveir áratugir síðan sú síðasta kom út en fyrri bækur hennar tvær, Ljóð í lausaleik (1976) og Úr bláu tjaldi (2001) vöktu verðskuldaða athygli.

Tengt efni