SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. febrúar 2023

SKRÍMSLI ÚR FORTÍÐINNI - Urðarhvarf eftir Hildi Knútsdóttur

Urðarflétta og Urðarhvarf eru bækur vikunnar!

Urðarflétta hreppti Sparibollann á dögunum fyrir fegurstu ástarjátninguna. En Urðarhvarf er glæný bók frá Hildi Knútsdóttur.

Hildur Knútsdóttir hefur slegið í gegn með bókunum sínum sem oft gerast á mörkum þess raunverulega. Urðarhvarf er stutt skáldsaga sem heldur lesanda í heljargreipum og minnir um margt á fyrri nóvellu Hildar, Myrkrið milli stjarnanna en útgáfuréttur hennar hefur verið seldur til Tor Publishing sem er hluti af Macmillan samsteypunni. Bókin mun heita The Night Guest í enskri þýðingu Mary Robinette Kowal og kemur út í janúar 2024. Einnig er búið að selja kvikmyndaréttinn til Fabel Entertainment.

Urðarhvarf fjallar um Eik sem tilheyrir hópi sjálfboðaliða sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í öruggt skjól. Þegar þau frétta af læðu og kettlingum í steinhleðslu við Urðarhvarf er rokið af stað með fellibúr og hitamyndavél. En við Urðarhvarf birtist skepna sem Eik var búin að telja sjálfri sér trú um að hefði bara verið ímyndun. Skrímsli úr fortíðinni sem rótar uppi óþægilegum minningum og sannfærir Eik um eitt: Hún ein getur bjargað þessum kettlingum.

 

 

Tengt efni