SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir er fædd í Reykjavík 16. júní 1984.

Hún lauk BA gráðu í bókmenntum og ritlist frá Háskóla Íslands árið 2010.

Hildur byrjaði ung að skrifa en fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011. Meðfram ritstörfum hefur Hildur m.a. unnið textavinnu, prófarkalesið og skrifað greinar og pistla fyrir prentmiðla.

Hildur hefur hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar til verðlauna fyrir bækur sínar.

Hildur er yfirlýstur feministi og umhverfisverndarsinni og má merkja það af bókum hennar. Hildur skrifar bækur fyrir unglinga og fullorðna sem flakka má til fantasíu- og hryllingssagna. Þá skrifar hún barna- og unglingabækur í félagi við Þórdísi Gísladóttur þar sem skopið er haft að leiðarljósi.

Hildur býr í Reykjavík með manni sínum og tveimur dætrum.

Myndin er sótt á vefsíðu Forlagsins.


Ritaskrá

  • 2024  Kasia og Magdalena
  • 2024  Mandla
  • 2023  Hrím  
  • 2023  Urðarhvarf
  • 2021  Myrkrið milli stjarnanna
  • 2021  Nú er nóg komið! (með Þórdísi Gísladóttur)
  • 2020  Skógurinn
  • 2020  Hingað og ekki lengra! (með Þórdísi Gísladóttur)
  • 2019  Nornin
  • 2018  Orðskýringar
  • 2018  Ljónið
  • 2017  Doddi: Ekkert rugl! (með Þórdísi Gísladóttur)
  • 2016  Doddi: Bók sannleikans (með Þórdísi Gísladóttur)
  • 2016  Vetrarhörkur
  • 2015  Vetrarfrí
  • 2015  Draugaljósið
  • 2014  Ævintýraeyjan : þrautir, leikir, gátur og skemmtun!
  • 2012  Spádómurinn
  • 2011  Sláttur

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2024  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Hrím
  • 2023  Verðlaun bóksala fyrir Hrím
  • 2019  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 
  • 2017  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Vetrarhörkur
  • 2016  Fjöruverðlaunin fyrir Vetrarfrí

 

Tilnefningar

  • 2024  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Kasia og Magdalena
  • 2023  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Hrím
  • 2023  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Hrím
  • 2020  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Skóginn
  • 2019  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Nornina
  • 2018  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Ljónið
  • 2017  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Doddi: Bók sannleikans! (ásamt Þórdísi Gísladóttur)
  • 2016  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir Doddi: Bók sannleikans! (ásamt Þórdísi Gísladó

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Heimasíða

https://www.hildurknutsdottir.com/

Tengt efni