Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 5. mars 2023
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR OG VALA ÞÓRSDÓTTIR Á MEÐAL TILNEFNDRA
Nú liggja fyrir tilnefningar til Edduverðlauna, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, en verðlaunin verða veitt 19. mars í Háskólabíó og í beinni útsendingu á RÚV.
Jóladagatalið sem sýnt var síðastliðinn desember og er byggt á barnabókunum um Randalín og Munda eftir Þórdísi Gísladóttur hlaut bæði tilnefningu í flokknum Barna- og unglingaefni ársins og leikið sjónvarpsefnis ársins.
Þá eru einnig tilnefnd tvö handrit sem konur koma að; annars vegar Vitjanir, eftir Völu Þórsdóttur, Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Evu Sigurðardóttur, og Svar við bréfi Helgu sem Ása Helga Hjörleifsdóttir er skrifuð fyrir, ásamt Bergsveini Birgissyni og Ottó G. Borg, en sú síðarnefnda hlýtur einnig tilnefningu sem kvikmynd ársins.