SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 6. mars 2023

GENGIÐ FRAMHJÁ SKJÁLFTA. Deilt um tilnefningar

 

Undanfarna daga hefur verið tekist á um tilnefningar til Íslensku kvikmyndaverðlaunanna, sem kennd eru við Eddu. Kvikmyndafræðingurinn Sigríður Pétursdóttir hóf máls á þeirri furðulegu staðreynd að Aníta Briem fær ekki tilnefningu fyrir leik í aðalhlutverki en það er samróma álit þeirra sem séð hafa kvikmyndina SKJÁLFTA að Aníta sýni magnaðan afburðaleik í hlutverki hinnar flogveiku Sögu, aðalpersónu myndarinnar. Sigríður skrifar:

 

 

Hvernig var hægt að ganga fram hjá framúrskarandi túlkun Anítu Briem á aðalpersónunni Sögu? Vægast sagt með því besta sem hefur sést lengi í íslenskri mynd? Og hvað með leikstjórn Tinnu og klippingu Davíðs Corno og Valdísar Óskars? SKJÁLFTI var óvenju sterk fyrsta mynd. Mér er málið ekki skylt og þess vegna get ég tjáð mig. Er alveg bit. 

 

 

Kvikmyndin SKJÁLFTI er byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur STÓRI SKJÁLFTI sem kom út árið 2015. Á Skáld.is er að finna ritdóm Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um bókina þar sem segir meðal annars: 

 

Stóri skjálfti kraumar af sárum tilfinningum sem pakka inn setningum persónanna, umlykja orð þeirra og athafnir, en þær eru vanar að dylja það sem þeim býr í brjósti. Við vinarþel gjósa þær upp og streyma fram, sem lætur engan ósnortinn.

 

Ritdóminn í heild má lesa hér.

 

 

 

Tengt efni