SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Auður Jónsdóttir

Auður Jónsdóttir er fædd 30. mars 1973. Hún starfar sem rithöfundur og sjálfstæður blaðamaður og hefur skrifað greinar, pistla og viðtöl fyrir ýmis tímarit og dagblöð.

Smásaga hennar, "Gifting", birtist í tímaritinu Andblæ haustið 1997 og fleiri smásögur eftir hana hafa birst í blöðum og safnbókum síðan. Fyrsta skáldsaga Auðar, Stjórnlaus lukka (1998), var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1998. Hún hefur síðan sent frá sér fleiri skáldsögur, auk bóka fyrir börn og unglinga, meðal annars bókina Skrýtnastur er maður sjálfur (2002) þar sem hún dregur upp mynd af afa sínum, Halldóri Laxness. Skáldsaga Auðar, Fólkið í kjallaranum, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2004 og Tryggðarpantur var tilnefnd til sömu verðlauna 2006. Auður var valin "hirðskáld" Borgarleikhússins 2009.

Auður bjó um tíma í Kaupmannahöfn og síðan í Barcelona og Berlín en býr nú í Reykjavík. 


Ritaskrá

 • 2020 107 Reykjavík (ásamt Birna Önnu Björnsdóttur)
 • 2019 Tilfinningabyltingin
 • 2018 Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla (ásamt Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur)
 • 2015 Stóri skjálfti 
 • 2012 Ósjálfrátt
 • 2008 Vetrarsól
 • 2006 Tryggðarpantur
 • 2004 Fólkið í kjallaranum
 • 2003 Allt getur gerst 
 • 2002 Gagga og Ari
 • 2002 Skrýtnastur er maður sjálfur 
 • 2001 Algjört frelsi
 • 2001 Feita mamman 
 • 2000 Annað líf
 • 1998 Stjórnlaus lukka 

Einnig hafa smásögur eftir Auði birst í tímaritum.

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2016 - Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.
 • 2015 - Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, besta íslenska skáldsagan: Stóri skjálfti
 • 2012 - Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna: Ósjálfrátt
 • 2004 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Fólkið í kjallaranum
 • 2002 - Besta barnabókin í kosningu íslenskra bóksala: Skrýtnastur er maður sjálfur
 • 2002 - Viðurkenning; besta fræðibók fyrir börn: Skrýtnastur er maður sjálfur

Tilnefningar:

 • 2015 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Stóri skjálfti
 • 2013 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ósjálfrátt
 • 2012 - Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ósjálfrátt
 • 2006 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Tryggðarpantur
 • 2006 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Fólkið í kjallaranum
 • 2002 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Skrýtnastur er maður sjálfur
 • 1998 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Stjórnlaus lukka

Heimasíða

http://jonsdottir.com/is/

Tengt efni