Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙20. mars 2023
Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI LJÓÐSINS - þriðjudaginn 21. mars
Á morgun er Alþjóðlegur dagur ljóðsins. Af því tilefni les skáldkonan og rithöfundurinn Gerður Kristný upp úr nýrri ljóðabók sinni Urtu í Bókasafni Seltjarnarness. Viðburðurinn hefst kl. 16:30. Hér má nálgast viðburðinn á Facebook.
Í safninu verður jafnframt boðið upp á Ljóðasmiðju í safninu, frá kl. 10-18, þar sem börnum býðst að semja ljóð undir handleiðslu bókavarða og eru þátttökuverðlaun í boði. Sjá hér.
Einnig verður haldið upp á daginn í Vigdísarstofnun en þar verður efnt til samræðu um ljóð og ljóðaþýðingar í Veröld – húsi Vigdísar, á annarri hæð, kl. 16.30.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld segir frá nýjustu bók sinni, Krossljóð.
- Luciano Dutra þýðandi ræðir um þýðingu sína á norrænum ljóðskáldum yfir á portúgölsku.
- Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við H.Í. fjallar um þýðingar á „andspyrnuljóðum“ frá Rómönsku Ameríku.
- Gísli Magnússon prófessor í dönskum bókmenntum stýrir umræðum.
Dagskráin fer fram á íslensku og má nálgast frekari upplýsingar hér.
Viðburðirnir eru ókeypis og öll velkomin!