SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigurbjörg Þrastardóttir

Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd 27. ágúst árið 1973 á Akranesi.

Sigurbjörg lauk B.A.-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1997 og prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1998.

Sigurbjörg starfaði um árabil sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Fyrsta bók Sigurbjargar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún sent frá sér fleiri ljóðabækur, leikrit og prósaverk.

Sigurbjörg hefur gefið út tvær skáldsögur, Stekk (2012) og Sólar sögu, en sú síðarnefnda hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar þegar hún kom út árið 2002.

Sigurbjörg hefur fengið fleiri viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars var ljóðabókin Hnattflug valin besta ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana árið 2000, ljóðsagan Blysfarir hlaut Fjöruverðlaunin 2008 og Brúður var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2010.

Ljóð Sigurbjargar hafa verið þýdd á ein tólf tungumál í tengslum við bókmenntaþing, ljóðahátíðir og útgáfu safnrita um Evrópu þvera. Af annars konar verkefnum má nefna bókverkið IS(not) sem Sigurbjörg vann í félagi við fjóra aðra höfunda og fimm pólska ljósmyndara, margvíslega gjörninga með Metropoetica-hópnum og textagerð fyrir íslensk tónskáld.

 


Ritaskrá

  • 2022  Krossljóð: þýdd og frumort
  • 2020  Mæður geimfara
  • 2018  Hryggdýr
  • 2016  Óttaslegni trompetleikarinn
  • 2014  Kátt skinn (og Gloría)
  • 2014  Hestaferð í hundrað og einn
  • 2013  Bréf frá borg dulbúinna storma
  • 2012  Stekk
  • 2010  Brúður
  • 2010  Húfulaus her: jólasveinasögur
  • 2007  Blysfarir
  • 2005  Hreindýr og ísbjörn óskast
  • 2004  Þrjár Maríur
  • 2003  Túlípanafallhlífar
  • 2002  Sólarsögu
  • 2000  Hnattflug
  • 1999  Blálogaland

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2008   Fjöruverðlaunin fyrir Blysfarir
  • 2002   Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Sólar sögu
  • 2000   Hnattflug valin besta ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslanna

 

Tilnefningar

  • 2010  Tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Brúður
  • 2009  Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Blysfarir

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Þýðingar á verkum Sigurbjargar:

  • 2021  Cicat­rici (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
  • 2020  Dostava do doma ( Julijana Velichkovska þýddi á makedónsku)
  • 2018  W moim wnętrzu ryba pływa = Inside me swims a fish = Inni í mér syndir fiskur (þrímála útgáfa, Jacek Godek þýddi á pólsku, Bernard Scudder þýddi á ensku)
  • 2018  Poesis international (Daniela Mărculet þýddi á rúmensku)
  • 2015  Fackeltåg (John Swedenmark þýddi á sænsku)
  • 2011  Fackelzüge (Kristof Magnusson þýddi á þýsku)
  • 2008  To bleed straight (Bernard Schudder þýddi á ensku)
  • 2004  Fallskärmsresor : urval dikter från Túlípanafallhlífar och Hnattflug (Helen Halldórsdóttir þýddi á sænsku)

 

Þýðingar eftir Sigurbjörgu:

  • 2019  Simon Armitage: Þaðan sem við horfum

 

 

Tengt efni