Soffía Auður Birgisdóttir∙28. mars 2023
NÝ LJÓÐABÓK EFTIR HÖLLU
Út er komin þriðja ljóðabók Höllu Gunnarsdóttur sem ber hinn einfalda titil Þú.
Tíu ár eru síðan Halla sendi frá sér ljóðabókina Tvö jarðar ber, en fyrsta ljóðabók hennar, Leitin að Fjalla-Eyvindi, kom út 2007.
Í bókinni yrkir Halla um það að eignast barn; um fæðinguna, um barnauppeldi, það hlutverk að vera foreldri og tilfinningarnar sem það vekur... og margt fleira. Í kynningu útgáfunnar segir:
Halla Gunnarsdóttir yrkir hér um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns. Hún lýsir átökunum, sársaukanum og gleðinni en inn á milli skjóta upp kollinum kómískir atburðir sem eiga sér stað mitt í þessu tilfinningaróti.
Í ljóðinu "Plan" er lýst reynslu sem margar konur geta tengt við:
Planiðvarað hossast á boltaliggja í laugundir seiðandi tónumanda eins og hafiðvera fjalltignarlegt fjall.En ég er aurskriðasem tekur allt með sérí fallinu.Enginn tímitil að anda.
Í ljóðinu Stjórnsemi er sjónarhorninu beint að afskiptasemi "velviljaðra frænkna" og skemmtilegum viðbrögðum móðurinnar.
Hún er að reyna að stjórna ykkursegja velviljaðar frænkur.Brún mín síguraugnaráðið fjarlægistandardrátturinn kólnar.Hún er að reyna að stjórnasínu eigin lífi
svara ég.
Myndina af Höllu tók María Rún Bjarnadóttir á útgáfukynningu í Gunnarshúsi.