SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. apríl 2023

SKEMMTILEG BÓKMENNTAGANGA - Borgarbókasafnið 100 ára

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins var boðið upp á skemmtilega bókmenntagöngu í gær um miðbæinn. Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, leiddi gönguna og bæði fræddi og skemmti viðstöddum með sögum af hnyttnum skáldkonum, ljósmæðrum, fyllibyttum og ást í meinum, svo að fátt eitt sé nefnt.

Með í för var Soffía Bjarnadóttir, skáldkona og verkefnastjóri bókmenntaviðburða, sem hélt utan um dagskrána og Haukur Már Helgason, rithöfundur og heimspekingur, sem las úr nýjustu bók sinni, Tugthúsinu

Gangan endaði við Farsóttarhúsið en fræðirit Kristínar Svövu, Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, hlaut Fjöruverðlaunin í ár, í flokki fræðarita.

 

Myndir: JGT

 

Tengt efni