SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava Tómasdóttir er fædd 20. nóvember 1985 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. 

Kristín Svava lauk meistaranámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

Kristín Svava er bæði fræðimaður og ljóðskáld og hefur sent frá sér hvort tveggja fræðirit og ljóðabækur.

Kristín Svava hefur einnig lagt stund á þýðingar og birt ljóðaþýðingar í ýmsum tímaritum. Þá hefur hún samið söngtexta, t.d. fyrir plötuna Ávarp undan sænginni, með Tómasi R. Einarssyni og Ragnhildi Gísladóttur.

Kristín Svava var ein af yfirritstjórum ritraðarinnar Meðgönguljóða. Hennar eigin ljóð hafa birst í tímaritum bæði á Íslandi og erlendis, auk þess að birtast á bókum.

Kristín Svava hefur hlotið ýmsar tilnefningar fyrir verk sína og hlaut Viðurkenningu Hagþenkis fyrir fræðiritið Stund klámsins.

 


Ritaskrá

 • 2022  Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
 • 2020  Konur sem kjósa (ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur)
 • 2020  Hetjusögur
 • 2018  Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
 • 2015  Stormviðvörun
 • 2011  Skrælingjasýningin
 • 2009  Dr. Usli
 • 2007  Blótgælur

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2023  Fjöruverðlaunin í flokki fræðarita fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
 • 2019  Viðurkenning Hagþenkis fyrir Stund klámsins

 

Tilnefningar

 • 2022 Til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
 • 2021 Til Fjöruverðlaunanna fyrir Hetjusögur
 • 2020 Til íslensku bókmenntaverðlaunanna (ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur,  Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur) fyrir Konur sem kjósa

 

Þýðingar

 • 2016  Þungi eyjunnar, eftir kúbanska skáldið Virgilio Piñera

 

Tengt efni