SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Bjarnadóttir

Soffía Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 12. maí árið 1975.

Fyrsta skáldsaga hennar Segulskekkja kom út 2014 og í franskri þýðingu 2016. Soffía er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá HÍ og ritlist. Jafnframt hefur hún lagt stund á leikhúsfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Síðastliðin ár hefur hún starfað við ritstörf, ritstýrt sem og tekið að sér ýmis konar kennslu í sköpun og ritlist. Einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og eftir hana hafa birst greinar, hugleiðingar, prósar og ljóð í tímaritum og safnritum.

Þá hefur Soffía skrifað leikritið Dreptu mig aftur, elskan undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar en verkið var í þróun í höfundasmiðju Leikskáldafélags Íslands og Þjóðleikhúss árið 2012. Leikþátturinn Lúsí fer frá mér var fluttur á Uppsprettunni í Tjarnarbíói í september 2014.

Árið 2016 tók hún þátt í listahátíðinni Les Boréales Festival í Frakklandi, sem höfundur frá Íslandi.


Ritaskrá

  • 2021  Verði ljós, elskan
  • 2019  Hunangsveiði
  • 2017  Ég er hér
  • 2015  Ég erfði dimman skóg – ljóðverk
  • 2015  Beinhvít skurn
  • 2014  Segulskekkja

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2016  Viðurkenning fyrir ljóðið „Ég er hér“. Ljóðstafur Jóns úr Vör
  • 2014  Rauða hrafnsfjöðrin fyrir skáldsöguna Segulskekkja
  • 2012  Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir skáldsöguna Segulskekkja

 

Tilnefningar

  • 2022 T il Maístjörnunnar fyrir Verði ljós, elskan

 

Tengt efni