SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir22. maí 2023

ENN BÆTIST Í SKÁLDATAL

Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur bæst við skáldatalið en hún er ný í bransanum. Hún leggur stund á ritlist og er í tengslum við Blekfjelagið.

Sunneva Kristín sendi í fyrra frá sér ljóðabókina Mars sem fjallað var um á skáld.is. 

Sunneva sagði í viðtalið við Morgunblaðið 23. desember 2022 að draumur hennar væri að vera rithöfundur, en hún kynni því líka vel að vera ritstjóri. „Ég held að maður þurfi alltaf að vera að grúska í list annarra samhliða, hvort sem það er að gefa út eða lesa yfir eða að mæta á listsýningar eða tónleika. Mér finnst líka gaman að vinna með fólki, að sitja ekki bara ein heima að skrifa.“

Aðspurð hvað sé fram undan segist Sunneva vera með einhvers konar ljóð-skáldsögu, eða ljóðræna skáldsögu í smíðum. „Kannski verður hún að ljóðabók, kannski að skáldsögu, ég veit það ekki alveg. Ég vinn hana í skólanum, sem er mjög þægilegt, en svo er ég líka að vinna að stóru verkefni um Erlend í Unuhúsi.“

 

 

 

Tengt efni