SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. maí 2023

FRAMANDI SLÓÐIR - ný bók Ásu Marinar

Ása Marin sendir nú frá sér aðra bók sem gerist á framandi slóðum. Árið 2021 kom út Yfir hálfan hnöttinn þar sem leikurinn berst alla leið til Víetnam. Núna er það Karíbahafið, með sínu litríka mannlífi, gómsæta mat og höfugu rommkokteilum, eins og segir í bókarkynningu.

 

Viðar hefur staðið eins og klettur við hlið Díu sinnar í öllum þeim erfiðleikum sem hafa dunið á henni. Og þegar hann býður henni í unaðslega skemmtisiglingu um Karíbahafið þarf hún ekki að hugsa sig lengi um – jafnvel þótt ferðin sé handavinnuferð og hún hafi tíu þumalfingur. Mál fara þó að flækjast þegar dularfull og daðurgjörn kona úr fortíð Viðars skýtur óvænt upp kollinum á skipinu og fær Díu til að líta samband þeirra nýjum augum.

 

 

Tengt efni