SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir22. júní 2023

LEIÐSÖGN MEÐ LISTAKONU

Rithöfundurinn og myndlistarkonan Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornstein í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, sunnudaginn 25. júní kl 15. Sýningin er í tilefni af 60 ára afmæli listasafnsins. Hildur mun segja sögu safnsins og ræða tíma hennar sem forstöðukonu á sínum tíma.

Steinunn Inga tók viðtal við Hildi sumarið 2020 um ritstörf hennar. Þar kemur fram að Hildur hefur bæði skrifað um biskupsfrúr fyrri alda og þýtt Lífið í skóginum efir H. D. Thoreau. Vinnudagurinn hefst gjarnan um fimm að morgni hjá þessari ötulu og skapandi listakonu.

Tengt efni