SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hildur Hákonardóttir

Auður Hildur Hákonardóttir er fædd 1938.

Hildur stundaði nám við MR frá 1953-55 og fluttist til Bandaríkjanna 1956. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1964-68 og Edinburgh College of Art 1968-69. Lauk vefnaðarkennaraprófi 1979 og hefur starfað við myndvefnað síðan og sýnt verk sín hérlendis og erlendis.

Hildur var kennari (og skólastjóri 1975-78) við MHÍ frá 1969 og allt til 1980. 

Hildur fluttist í Ölfusið 1980 og var forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga til 1986-1993 og í hálfu starfi 1997-2000. Hildur starfaði með SÚM hópnum og var í forsvari þar um tíma eftir að hinn eiginlegi kjarni hans leystist upp og fór úr landi. Hún tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis og á verk á Listasafni Íslands og í nokkrum opinberum byggingum. 

Hildur hefur starfað að ýmsum félagsmálum tengdum listgrein sinni, svo sem í Ullarvinnslu Þingborgar allt frá stofnun 1991. Hún tók virkan þátt í samvinnu fagfólks frá Hjaltlandi og Noregi í þeim tilgangi að endurvekja þekkingu á hinum forna kljásteinavefstað og afurðum hans.

Hildur var virk í Rauðsokkahreyfingunni, hún á myndasögu í riti sem er helgað kvennafrídeginum 1975 og minningu frumherjans, blaða- og baráttukonunnar Vilborgar Harðardóttur. Hildur sat í tilnefningarnefnd þýddra ritverka á vegum bókaútgefenda 2018.

Hildur hefur fengið birt efni í eftirfarandi bókum:

 • Dagbók Íslendinga, 1999
 • Hefurðu séð huldufólk, 2007
 • Á rauðum sokkum. Baráttukonur segja frá, 2011
 • The Warp Weighted Loom. Oppstadveven, Kljásteinavefstaðurinn, Gerstad Museum, Skald, Bergen, 2016

Ritaskrá

 • 2021  Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? I-II
 • 2019  Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?
 • 2008  Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar
 • 2005  Ætigarðurinn
 • 2005  Já, ég þori, get og vil 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2017  Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir Walden. Lífið í skóginum eftir H. D. Thoreau (ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur)
 • 2012  Heiðursverðlaun Sjónlista 
 • 2006  Starfslaun úr rithöfundasjóði
 • 2005  Starfslaun úr rithöfundasjóði
 • 1973  Starfslaun listamanna
 • Heiðursfélagi Nýlistasafns Íslands

Þýðingar

 • 2017 H. D. Thoreau: Walden. Lífið í skóginum, ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur

 

Tengt efni