Steinunn Inga Óttarsdóttir∙16. september 2023
BÓKASPJALL Á KLAUSTRI
Ný bók eftir Lilju Magnúsdóttur (f. 1963) var að komin út. Nefnist hún Friðarsafnið og fjallar í stórum dráttum um fólk á flótta, örþrifaráð og ofbeldismenn. Lilja sem býr á Kirkjubæjarklaustri hóf nýlega sinn rithöfundarferil og er þetta þriðja skáldverk hennar.
Fjallað er um bókina í dag á skáld.is. Bókaspjall verður 24. september á veitingastaðnum Kjarri á Klaustri þar sem Lilja les úr bók sinni ásamt Áslaugu Ólafsdóttur sem les úr bókinni Hlutskipti, sögulegt verk er segir frá erfiðri ævi íslenskrar konu, fyrir ekki svo löngu síðan.