SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir16. september 2023

BÓKASPJALL Á KLAUSTRI

Ný bók eftir Lilju Magnúsdóttur (f. 1963) var að komin út. Nefnist hún Friðarsafnið og fjallar í stórum dráttum um fólk á flótta, örþrifaráð og ofbeldismenn. Lilja sem býr á Kirkjubæjarklaustri hóf nýlega sinn rithöfundarferil og er þetta þriðja skáldverk hennar.

Fjallað er um bókina í dag á skáld.is. Bókaspjall verður 24. september á veitingastaðnum Kjarri á Klaustri þar sem Lilja les úr bók sinni ásamt Áslaugu Ólafsdóttur sem les úr bókinni Hlutskipti, sögulegt verk er segir frá erfiðri ævi íslenskrar konu, fyrir ekki svo löngu síðan.

 

Tengt efni