SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir27. september 2023

SMÁRALINDAR-MÓRI OG NJÁLA

Brynhildur Þórarinsdóttir sendi nýlega frá sér bókina Smáralindar-móri, sem er draugasaga fyrir unglinga. Elías Rúni sá um myndskreytingar.

Bókin er kynnt svo:

Smáralindar-móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!

Vinirnir Flóki og Patti laumast í skjóli myrkurs inn á lokað byggingarsvæði í Kópavogi, en þar er verið að reisa risastóra verslunarmiðstöð. Skyndilega er Patti horfinn, eins og myrkrið hafi gleypt hann. Eftir þetta kvöld verður ekkert eins og áður.

Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í nýopnaðri Smáralind þegar hún tekur allt í einu á rás og þær týna henni. Hvað varð eiginlega um hana?

Sögur um draugagang í verslunarmiðstöðinni magnast, sumir sjá þar dularfullar verur, strák og stelpu, og þann 10. október á hverju ári, á afmæli Smáralindar, fer eitthvað undarlegt á stjá …

 

Þá er einnig endursögn Brynhildar á Njálu að koma út á ný, í endurbættri útgáfu, en sú bók kom út árið 2002 og hefur verið ófáanleg árum saman. Brynhildur hefur einnig sent frá sér endursögn á Eglu (2004) og Laxdælu (2006) og heldur úti vönduðum vef um Íslendingasögur.

Tengt efni