SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 2. nóvember 2023

BLÆR HITTIR FELIX

Margrét Tryggvadóttir sendir frá sér nýja bók í ár.  Það er hröð og spennandi saga úr sama söguheimi og Sterk sem varð hlutskörpust í samkeppninni um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021.  

Söguþráður nýju bókarinnar er á þessa leið: Blær ræður sig í sumarvinnu úti á landi. Hún heillast af Felix en finnur aldrei rétta tækifærið til að segja honum að hún sé trans. Fljótlega kemst Blær að því að gamalt mannshvarf tengist Felix og húsinu sem hún býr í og að þar hafi óhugnanlegir atburðir gerst.

Frá árinu 2000 hefur Margrét starfað meira og minna við bókaútgáfu. Hún var ritstjóri hjá Máli og menningu og síðar Eddu útgáfu á árunum 2000–2003. Síðar sérhæfði hún sig í myndritstjórn og hefur starfað á eigin vegum síðan . Meðal kunnra verka hennar eru Kjarval (2019) og Reykjavík barnanna (2021).

 

 

Tengt efni