SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir er fædd 20. maí árið 1972 í Kópavogi.

Margrét lauk stúdensprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1992 og BA prófi í almennri bókmenntafræði árið 1997.

Margrét stundaði verslunar- og gallerísrekstur á árunum 1992–2008. Þessu samfara var hún bókmenntagagnrýnandi á DV 1996–1999 og skrifaði fræðigreinar um barnabókmenntir; þ.á.m. í greinasafninu Raddir barnabókanna sem kom út 1999.

Margrét er einn af höfundum fimmta bindis Íslenskrar bókmenntasögu Máls og menningar sem kom út árið 2006 en þar skrifar hún um barnabókmenntir.

Margrét kenndi barnabókmenntir við Námsflokka Reykjavíkur og Endurmenntun KHÍ, á árunum 1997–2000.

Frá árinu 2000 hefur Margrét starfað meira og minna við bókaútgáfu. Hún var ritstjóri hjá Máli og menningu og síðar Eddu útgáfu á árunum 2000–2003. Síðar sérhæfði hún sig í myndritstjórn og hefur starfað á eigin vegum síðan.

Margrét hefur látið nokkuð að sér kveða á sviði stjórnmála; hún var alþingismaður fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009–2013. Árið 2014 gaf hún út bókina Útistöður um reynslu sína af eftirhrunsstjórnmálum.

Margrét hefur þó einkum skrifað bækur fyrir börn og sömuleiðis hefur hún þýtt nokkrar barnabækur. Fyrir bækur sínar hefur Margrét hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Hún hefur þó ekki alveg yfirgefið stjórnmálin; hún tók m.a. þátt í starfi Stjórnarskrárfélagsins og Snarrótarinnar – Samtaka um borgaraleg réttindi og bauð hún sig fram fyrir Samfylkinguna í síðustu alþingiskosningum.

Margrét er búsett í Kópavoginum ásamt eiginmanni og sonum.


Ritaskrá

  • 2023  Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina
  • 2023  Stolt
  • 2022  Leitin að Lúru (ásamt Önnu C. Leplar)
  • 2021  Sterk
  • 2021  Reykjavík barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2020  Bergrisinn vaknar: veröld vættanna (ásamt Silviu Pérez)
  • 2019  Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir
  • 2016  Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2014  Útistöður
  • 2007  Drekinn sem varð bálreiður (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2006  Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2006  Skoðum myndlist – heimsókn í Listasafn Reykjavíkur (ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir Sterk
  • 2016  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2007  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Skoðum myndlist
  • 2006  Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Söguna af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2004  Verðlaun bóksala – önnur besta þýdda barnabókin: Kóralína eftir Niel Gaiman

 

Tilnefningar

  • 2023  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina
  • 2017  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2016  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)

Þýðingar

  • 2017  Michelle Keogh: Allskonar þeytingar fyrir alla
  • 2009  Carol Barton: Ósk einhyrningsins
  • 2008  Anne Geddes: Dagbók verðandi móður
  • 2008  Jan Kjær og Merlin P. Mann: Ættbálkastríðið
  • 2007 Jan Kjær og Merlin P. Mann: Sólturninn: Völundarhúsið
  • 2007 Jan Kjær og Merlin P. Mann: Þjófurinn: Rotturnar
  • 2004  Neil Gaiman: Kóralína

 

Heimasíða

http://margrettryggva.is/

Tengt efni