SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. nóvember 2023

HAFNFIRSKAR SKÁLDKONUR FLYTJA LJÓÐ - á Bókasafni Hafnarfjarðar

Á morgun, þriðjudaginn 21. nóvember, stíga hafnfirsk skáld á stokk á Bókasafni Hafnarfjarðar - í aðdraganda jóla.
 
Skáldkonurnar Draumey Aradóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir, ásamt Antoni Helga Jónssyni, munu lesa ljóð úr verkum sínum. Þá verður einnig boðið upp á opinn hljóðnema ef gestir og gangandi vilja einnig lesa upp ljóð.
 
Draumey Aradóttir hefur skrifað bæði ljóðabækur og barnabækur auk þess sem hún starfar sem kennari. Hún hefur hlutið verðlaun og viðurkenningar fyrir ljóð sín, m.a. í ljóðasamkeppni Júlíönu hátíð sögu og bóka.
 
Eyrún Ósk Jónsdóttir er rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016. Auk þess að senda frá sér skáldsögur, ljóðabækur og myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra.
 
Upplesturinn á Bókasafni Hafnarfjarðar hefst kl. 17 og eru öll velkomin.