ÖR AUÐAR ÖVU VÆNTANLEG Á HVÍTA TJALDIÐ
Í dag birtist frétt á mbl.is um að skáldsaga Auðar Övu, Ör, væri væntanleg á hvíta tjaldið. Léa Pool (f. 1950) er leikstjóri myndarinnar. Í febrúar í fyrra lauk tökum á frönsk-kanadísku kvikmyndinni Hotel Silence sem byggð er á skáldsögunni.
Ör hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018.
Fyrsta stiklan af Hotel Silence, í leikstjórn Léu Pool, hefur nú litið dagsins ljós og sést þar Sébastien Ricard í hlutverki sínu sem Jean, en hann heldur af stað í alveg hreint ótrúlegt ferðalag.
Ör er fimmta skáldsaga Auðar Övu og kom fyrst út árið 2016. Bókin fjallar um stærstu spurningar mannsins, það er lífið, dauðann og ástina.
Stikla er hér,
Við getum varla beðið eftir að komast í bíó til að sjá þessa mynd!
Mynd: af vef mbl.is
Sjá hér ritdóm Steinunnar Ingu um Ör.