SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir30. janúar 2024

ÖR AUÐAR ÖVU VÆNTANLEG Á HVÍTA TJALDIÐ

 

Í dag birtist frétt á mbl.is um að skáldsaga Auðar Övu, Ör, væri væntanleg á hvíta tjaldið. Léa Pool (f. 1950) er leikstjóri myndarinnar. Í fe­brú­ar í fyrra lauk tök­um á frönsk-kanadísku kvik­mynd­inni Hotel Si­lence sem byggð er á skáld­sögunni.

Ör hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in árið 2017 og Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs árið 2018. 

Fyrsta stikl­an af Hotel Si­lence, í leik­stjórn Léu Pool, hef­ur nú litið dags­ins ljós og sést þar Sé­bastien Ricard í hlut­verki sínu sem Jean, en hann held­ur af stað í al­veg hreint ótrú­legt ferðalag.  

Ör er fimmta skáld­saga Auðar Övu og kom fyrst út árið 2016. Bók­in fjall­ar um stærstu spurn­ing­ar manns­ins, það er lífið, dauðann og ást­ina. 

Stikla er hér,

Við getum varla beðið eftir að komast í bíó til að sjá þessa mynd!

 

Mynd: af vef mbl.is

Sjá hér ritdóm Steinunnar Ingu um Ör.

 

Tengt efni