SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. febrúar 2024

TÓL OG JARÐSETNING HLJÓTA TILNEFNINGU TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS

Í gær var tilkynnt hvaða bækur hljóta tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þær eru skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur og skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur. Báðar komu sögurnar út árið 2022. Skáld.is óskar þeim innilega til hamingju. 

Tól hlaut tilnefningu til bæði Fjöruverðlauna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs segir m.a. um Tól:

Glæsilega fléttuð frásögn sem ristir djúpt í greiningum sínum á mannlífinu. Jafnframt ögrar verkið vinsælum hugmyndum um rétthugsun, skáldskap og málfrelsi." 

 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur m.a. fram um Jarðsetningu:

Sú snjalla leið höfundar að spegla ævi sína í Iðnaðarbankahúsinu skapar sterka hluttekningu með byggingunni sem sárt er að kveðja undir lok bókar þegar niðurrifið hefst. Á sama tíma markar endirinn óumflýjanlega nýtt upphaf. Hér er á ferðinni óvenjuleg og mögnuð bók. 

 
Samtals þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hlutu tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Frekari upplýsingar um tilnefndar bækur má finna hér

 

 

Tengt efni