SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. mars 2024

FEMINA - Kvenleg orka í boði skáldkonunnar Solveigar Thoroddsen

Solveig Thoroddsen lista- og skáldkona opnar sýninguna Femina næstkomandi fimmtudag í Litla Gallerýinu, Strandgötu 19, Hafnarfirði.
 
Um ræðir innsetningu úr verkum sem Solveig hefur unnið að í u.þ.b. ár og sýnir kvenpersónur af ýmsum toga; þekktar þjóðsagnapersónur, brjóstgóðar kynjaverur, ástsjúkar og örvæntingafullar skessur eða gyðjur. Einnig má greina sjálfsmynd eða nokkurs konar alter egó listakonunnar.
 
Þar sem samfélagslegar væntingar sem gerðar eru til kvenna felast m.a. í því að vera kynvera en jafnframt geta og ala börn, og vera í alla staði nærandi og umhyggjusamar, birtast táknmyndir konunnar m.a. í bleikum og rauðum lit, brjóstum og blóði í verkunum. Bleiki liturinn virðist vera Solveigu hugstæður en hún hefur sent frá sér tvær ljóðabækur og báðar bera litinn í titlinum: Bleikrými kom út árið 2017 og Að innan erum við bleik kom út í fyrra. 
 
Hér má heimsækja heimasíðu Solveigar.
 
 
Sýningaropnun verður 21. mars frá 18:00-20:00 og öll eru velkomin!
 
Aðrir opnunartímar sýningar:
Föstudagur 22. mar 13:00 - 18:00
Laugardagur 23. mar 12:00 - 17:00
Sunnudagur 24. mar 14:00 - 17:00
 

 

Tengt efni