SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. mars 2024

GERÐUR KRISTNÝ HLÝTUR VIRT BÓKMENNTAVERÐLAUN

Í gær hlaut skáldkonan Gerður Kristný þann heiður að hljóta hin virtu, norsku bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts.Verðlaunin eru veitt fyrir þær margvíslegu tengingar milli Íslendinga og Norðmanna sem Gerður hefur stuðlað að með skrifum sínum. 

Margar bækur Gerðar hafa komið út í Noregi og hlotið góðar viðtökur. Bókin Blóðhófnir vakti til dæmis mikla athygli og fékk góða dóma þegar hún kom út árið 2014 í Noregi, í þýðingu Knut Ödegaard.. Einnig var ljóðabókin Drápa valin á lista bestu bóka ársins hjá fréttamiðlunum Aftenposten og Klassekampen. Þá var  ljóðabókin Urta nýverið seld til virts forlags að nafni Cappelen-Damm.

Skáld.is óskar Gerði innilega til hamingju með verðlaunin.

 

Myndin er fengin af vísi.is

 

Tengt efni