SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir26. mars 2024

 

Í sumar verður leikhópurinn HANDBENDI á ferðinni um landið með brúðuleikhússýningu sem byggð er á bók Auðar Þórhallsdóttur, Með vindinum liggur leiðin heim. Bókinni var lýst í ritdómi á Skáld.is sem fallegri og afar vel skrifaðri sögu fyrir börn, á vönduðu, ljóðrænu máli sem miðlar hlýjum tilfinningum, heimspekilegum hugleiðingum og vísdómsorðum um lífið og tilveruna.

Sýninguna má bóka og fá nánari upplýsingar í gegnum netfangið medvindinum@gmail.com eða í síma 6114698.

Við mælum hjartanlega með sýningunni, það verður ekkert barn svikið af því að hlýða á söguna, hvað þá í formi brúðuleikhúss! Þau geta lært mikið um lífið, náttúruna og tilveruna af sögunni og um leið lært ný orð, eins og segir í ritdómi um bókina sem tengt er í hér fyrir neðan.

 

Tengt efni