SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Auður Þórhallsdóttir

Auður Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1974. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og lærði ljósmyndun við GRIS-ART í Barcelona. Þá hefur hún einnig lagt stund á nám í þjóðfræði og spænsku við Háskóla Íslands og sótt sumarskóla í myndskreytingu barnabóka í Anglia Ruskin University, Cambridge School of Art.

Auður hefur skrifað og myndlýst nokkrar barnabækur en fyrir bókina, Miðbæjarrottan: borgarsaga, fékk hún útgáfustyrk frá Auði barna- og ungmennabókasjóði. Bókin segir frá leit miðbæjarrottunnar Rannveigar að frænku sinni en er jafnframt fróðlegt ferðalag um styttur borgarinnar með femínískum undirtón.

Ljósmynd af Auði er fengin af vef Skriðu bókaútgáfu.


Ritaskrá

2020 - Miðbæjarrottan: borgarsaga

2016 - Tönnin hans Luca/El diente de Luca (ásamt Pilar Concheiro)

2013- Sumar með Salla

1997 - Litla gula hænan: síðasta kvöldmáltíðin (ásamt Björgvini Ívari)