SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir28. mars 2024

ÖR HITTIR Í MARK, HOTEL SILENCE

Bíósalurinn
 
Bíómyndin Hotel Silence í leikstjórn Léu Pool sem gerð er eftir skáldsögu Auðar Övu, Ör, var frumsýnd í hinu sögufræga Outremont kvikmyndahúsi í Montréal í Kanada í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Myndin hlaut frábærar viðtökur áhorfenda.
 
Myndin er á frönsku og var tekin upp í Kanada og í Suður-Frakklandi á síðasta ári. Framleiðendur eru kanadískir og svissneskir.
 
Auður var sjálf viðstödd frumsýninguna og ávarpaði salinn. Vonandi verður myndin bíómyndin fljótlega tekin til sýninga á Íslandi.

 

Tengt efni