SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. apríl 2024

BARNABÓKAVERÐLAUNIN 2024

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í gær, síðasta vetrardag (vefur RÚV).

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum: Fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndlýsinguna. 

Barnabókaverðlaunin og verkefni þeim tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs. Mikilvægi þessa framtaks liggur í augum uppi, samkeppnin um afþreyingu fyrir börn er hörð. 

Í flokki frumsaminna verka hlaut Hildur Knútsdóttir verðlaun fyrir bókina Hrím.

Í flokki myndlýsinga fékk Rán Flygenring verðlaun fyrir bókina Álfar.

Í flokki þýðinga hreppti Ásta Halldóra Ólafsdóttir verðlaun fyrir bókina Tannburstunardagurinn mikli eftir Sophie Schoenwald og Günther Jakobs.

Til hamingju allar! Gefum okkur tíma í lestur með  blessuðum börnunum.

 

Tengt efni