SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Rán Flygenring

Rán Flygenring fæddist í Noregi árið 1987. Hún lauk BA gráðu í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2009.

Rán hefur sinnt margvíslegum hönnunar- og teiknistörfum á ferlinum; m.a. var hún grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi á vinnustofu Atla Hilmarssonar á árunum 2009-2010 og Hirðteiknari Reykjavíkurborgar árið 2011 áður en hún lagðist í tæplega áratugarlangt flakk um heiminn.

Rán er nú sjálfstætt starfandi mynd- og rithöfundur, listamaður og hönnuður í Reykjavík. Hún hefur skrifað bækur með eigin teikningum og texta og einnig unnið bækur í félagi við aðra. Bækur Ránar hafa komið út á ensku og þýsku, auk íslensku.

Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga til verðlauna fyrir verk sín, bæði á Íslandi og erlendis.

Ljósmyndin af Rán er af heimasíðu hennar. Ljósmyndari: Sebastian Ziegler.


Ritaskrá

 • 2023  Álfar (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2023  Bannað að drepa (ásamt Gunnari Helgasyni)
 • 2022  Eldgos
 • 2021  Koma jól? (ásamt Hallgrími Helgasyni)
 • 2021  Drottningin sem kunni allt nema... (ásamt Gunnari Helgasyni)
 • 2019  VIGDÍS – bókin um fyrsta konuforsetann
 • 2019  Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte (ásamt Ditu Zipfel)           
 • 2018  Die Reise zum Mittelpunkt des Waldes (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2018  Sagan um Skarphéðin Dungal (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2017  FUGLAR (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2015  Vín - Umhverfis heiminn á 110 flöskum (ásamt Steingrími Sigurgeirssyni, Lóu Hjálmtýsdóttur og Siggu Björg)  
 • 2014  Bjór - Umhverfis heiminn á 120 glösum (ásamt Höskuldi Sæmundssyni og Stefáni Pálssyni)
 • 2014  Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt – Ende des Universums (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2014  Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt – Warten auf Wunder (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2013  Ógæfa teiknimyndasaga (ásamt Hugleiki Dagssyni)
 • 2013  Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt – Mein kaputtes Königreich (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2011  Frerk, du Zwerg (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2011  Blöðrur yfir Reykjavík – Hirðteiknari Reykjavíkurborgar
 • 2009  Stundum

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2024  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingu Álfa
 • 2024  Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ELDGOS
 • 2023  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Bannað að drepa (ásamt Gunnari Helgasyni)
 • 2023  Verðlaun bóksala (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni) fyrir Álfar
 • 2023  Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ELDGOS
 • 2020  Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki myndlýsinga fyrir VIGDÍS, bókin um fyrsta konuforsetann
 • 2020  Fallegasta bók Þýskalands fyrir Die Reise zum Mittelpunkt des Waldes
 • 2019  Bóksalaverðlaunin, besta barnabókin fyrir VIGDÍS, bókin um fyrsta konuforsetann
 • 2019  Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki myndlýsinga fyrir Söguna um Skarphéðin Dungal (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2018  FÍT verðlaun í flokki myndlýsinga fyrir FUGLA
 • 2018  Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki myndlýsinga fyrir FUGLA
 • 2015  Jahres-Luchs verðlaun Die Zeit and Radio Bremen fyrir bækurnar um Maulina Schmitt (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2015  FÍT verðlaun í flokki myndlýsinga
 • 2014  Þýsk-frönsku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Maulina Schmitt (ásamt Finn-Ole Heinrich)
 • 2014  FÍT verðlaun í flokki myndlýsinga fyrir Ógæfu
 • 2013  Þýsku barnabókaverðlaunin (ásamt Finn-Ole Heinrich)

 

Tilnefningar

 • 2024  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingu á Álfum
 • 2023  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Bannað að drepa (ásamt Gunnari Helgasyni)
 • 2020  Til þýsku barnabókaverðlaunanna (ásamt Ditu Zipfel) fyrir Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte, 
 • 2020  Tilnefning fyrir fallegustu bók ársins í Þýskalandi fyrir Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte 
 • 2018  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Söguna um Skarphéðin Dungal (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2017  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir FUGLA (ásamt Hjörleifi Hjartarsyni)
 • 2014  Til Serafina myndlýsingaverðlauna þýsku barnabókaakademíunnar
 • 2013  Til Alma verðlaunanna (Astrid Lindgren Memorial Award)

 

Heimasíða

http://ranflygenring.com/

Tengt efni