SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir26. apríl 2024

TÖFF LÍF TOVE - BÍÓ OG SKÁLDÆVISÖGUR í þýðingu Þórdísar Gísladóttur

Þessa dagana er verið að sýna kvikmynd um danska rithöfundinn og ljóðskáldið Tove Ditlevsen (1917-1976) ,TOVE’S VÆRELSE, í Bíó paradís. Tvær skáldævisögur Tove Ditlevsen, BERNSKA og GIFT, komu nýverið út hjá Benedikt bókaútgáfu í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. 

Tove Ditlevsen var einn dáðasti rithöfundur Danmerkur á 20. öld. Hún var þekkt fyrir að fjalla opinskátt um ævi sína. Verk hennar hafa á síðustu árum orðið vinsæl á ný og komið úr víða um heim.

Myndin TOVE’S VÆRELSE fjallar um stormasamt hjónaband Tove og Victor Andreasen, ritstjóra Ekstrabladet. Leikkonan kunna, Paprika Steen, hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á Tove og hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á dönsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni.

Bíómyndin er stutt en ströng, stofudrama með löngum senum af rifrildi og kvöl en áhrifamikil mynd og eftirminnileg. Hún veitir innsýn í líf Tove sem var sannarlega flókið og dramatískt, sjá umfjöllun og samtal við Þórdísi Gísladóttur í upphafi Lestarinnar á rúv.

Þórdís er óþreytandi að þýða norræn skáldverk fyrir okkur og á heiður skilinn fyrir það. Síðasta bókin í skáldævisagnaflokki Tove kemur vonandi út fljótlega í þýðingu hennar. 

 

Mynd: BíóParadís

Mynd af Tove: the Baffler 

 

 

 

Tengt efni