SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir29. júní 2024

BRAGÐAREFUR

Bragðarefur Guðrúnar Ingólfsdóttur er skemmtileg bók sem inniheldur marga gullmola úr ranni genginna Íslendinga

.

Viljurðu eiga góða kvöldstund þá er mæli ég með því að næla sér í eitt eintak af bókinni því hún svíkur engan. Guðrún er snillingur í að gramsa og finna skemmtilega hluti og við hin erum þakklát.

Á baksíðu bókarinnar kemur fram að Guðrún hefur tínt saman ýmsan fróðleik upp úr handritum frá ýmsum tímum í vörslu handritadeildar. Tilgangurinn er að veita lesendum innsýn inn í líf fólks hér á árum áður.

Dæmi úr bókinni er t.d. útskýringar á gömlum mánaðarnöfnum. Þar segir Guðrún.:

 

Jóhannes Oes ... crites 2 segir að janúaríus hafi nafn af því latínska orði janua sem þýðir dyr. Því svo sem vér göngum um dyrnar í eitt hús, svo göngum vér inn í ársins hring með inngöngu janúarii. Aðrir vilja að janúaríus hafi nafn af því latínska orði jano, hver Janó að var heiðingjanna afguð, hverjum þeir góðar gjafir skenktu og kölluðu sinn fyrsta mánuð eftir hans nafni.

 

Þá segir svo um febrúar

 

Dúrandus skrifar að febrúaríus hafi nafn af því orði februa, sem þýðir offur3 eður hreinsun. Heiðingjar offruðu þessum mánuði fyrir sálum dauðra manna.

 

Í bókinni má líka finna þessa gullmola:

 

Málsháttasafn

Aldrei ættu vondir menn vinir að vera

Alls staðar er góðum gott

Betra er að biðja en stela

Enginn er í öllu heimskur

Fleira er sætt er vel ætt

og svo

Af litlum neista nærist stór eldur

Af litlum svikum verður enginn ríkur.

og þetta

Samviskan er skipspresturinn

Skynsemin er skipherrann

Hjartað er káetan

Maginn er skipsholið

 

Bragðarefur skiptist í nokkra kafla eins og lækningamolar, molar um útlistmörkun og eðli mannsins, molar um karla, þjóðir, galdur og svo mætti áfram telja.

Bókin kom út nú fyrir stuttu.

Takk Guðrún

Kv Magnea

Tengt efni