SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. ágúst 2024

FJÖLSKYLDUGANGA UM SÖGUSLÓÐIR

Miðbæjarrottan og húsin í bænum er fjölskylduganga nk fimmtudag kl 18 sem Auður Þórhallsdóttir leiðir en hún er höfundur samnefndrar bókar.
 
Bókin fjallar um fjósköttinn Fjalar sem er lífið hrifinn af miðbænum og finnst húsin vera ljót og leiðinleg. Miðbæjarrottan Rannveig dregur hann með sér í göngu um bæinn og sýnir honum að húsin eru í mörg ansi merkilega og eiga sér oft áhugaverða sögu.
 
Fjölskylduganga
Ganga hefst kl 18 á fimmtudaginn í Fógetagarðinum við styttuna af Skúla Magnússyni. Við fetum þaðan söguslóðir Rannveigar og Fjalars og virðum fyrir okkur nokkrar af þeim byggingum sem koma fyrir í bókinni, sögu þeirra og útliti. Á göngunni munum við velta fyrir okkur hvernig Reykjavík hefur breyst í gegnum árin frá því að þar voru einungis örfá hús í að verða að höfuðborg Íslands. Við veltum líka fyrir okkur hvernig húsin og hlutverk sumra þeirra hafa breyst í tímans rás og hver veit nema við komum auga á miðbæjarrottur, segir í texta á facebook um viðburðinn. Gangan tekur um 60 mínútur.
 
Um bækurnar
Bækurnar um miðbæjarrottuna eru orðnar þrjár og miðla menningartengdu efni til barna á einfaldan og ævintýralegan hátt. Markmiðið er að vekja áhuga lesenda á efninu en saga miðbæjarrottunnar einföld í sjálfu sér og hentar þannig vel ungum börnum þó á sama tíma liggi í sögunni fróðleikur sem höfðar ekki síður til fullorðinna.
 
Aðalpersóna bókanna er miðbæjarrottan Rannveig, listunnandi bjartsýnisrotta sem elskar gott kaffi. Í hverri bók tekst hún á við ólík vandamál og á leið hennar um miðbæinn kynnast lesendur Reykjavík, sögu borgarinnar og menningu.
 
Verið velkomin!
 
(Mynd af fbsíðu viðburðarins)

 

 

Tengt efni