SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir27. september 2024

ÞRIÐJA BÓKIN UM MÝRARBÖRNIN

Nýkomin er út bókin Fjársjóður í mýrinni eftir Sigrúnu Eldjárn. Þetta er þriðja bókin um krakkana í Mýrarsveit sem hafa heillað unga lesendur á undanförnum árum. Fyrsta bókin Ófreskjan í mýrinni kom út 2022 og síðastliðið í haust kom  Fjaðrafok í mýrinni.

 

Í kynningu útgefenda segir:

 

Fjársjóður í mýrinni er þriðja bókin í röðinni um krakkana í Mýrarsveit þau Stellu, Ella og Bellu sem búa með pabba sínum í gráa húsinu, og Móses sem býr með mæðrum sínum þremur í bláa húsinu. Börnin ganga í Mýrarskóla sem er stýrt af hinni orðheppnu Ásu Egg og í mýrinni býr ófreskja sem Móses þykir afar vænt um. Einn daginn banka uppá óprúttnir gestir á stórum bíl með ískyggileg plön um framtíð mýrarinnar í farteskinu.

Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar sem eru fullar af fjöri, æsispennandi og ríkulega myndskreyttar. Fyrsta bókin í sagnaflokknum um börnin í Mýrarsveit, Ófreskjan í mýrinni, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og önnur bókin, Fjaðrafok í mýrinni, var tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Fjársjóður í mýrinni er skemmtileg og spennandi saga sem tekur á mikilvægum málefnum sem varða umhverfisvernd og börn á flótta.

 

 

 

 

Tengt efni