Sigrún Eldjárn
Sigrún Eldjárn er fædd 3. maí 1954 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og fór að því loknu í Myndlistar- og Handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan úr grafíkdeild 1977. Árið 1978 dvaldi hún um tíma í Póllandi sem gestanemandi við Listaakademíurnar í Varsjá og Kraká.
Sigrún hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1978. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis, s.s. á Norðurlöndunum, í Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, S-Kóreu, Taiwan og Japan. Verk hennar eru í eigu fjölmargra opinberra safna og stofnana.
Sigrún hefur sent frá sér fjölda bóka fyrir börn, en fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Sigrún myndskreytir allar sínar bækur sjálf en hún hefur auk þess myndskreytt fjölda bóka annarra höfunda. Má þar nefna verk eftir Guðrúnu Helgadóttur, Magneu frá Kleifum og Þórarinn Eldjárn. Sigrún hefur einnig skrifað sjónvarpshandrit fyrir RÚV.
Sigrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, m.a. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í þrígang, Menningarverðlaun VISA, Sögustein - barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi og verið tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna og Norrænu barnabókaverðlaunanna.
Sigrún Eldjárn býr í Reykjavík.
Ritaskrá
- 2024 Sigrún í safninu
- 2024 Fjársjóður í mýrinni
- 2023 Fjaðrafok í mýrinni
- 2022 Ófreskjan í mýrinni
- 2022 Umskiptingurinn
- 2022 Kuggur: Kátt er í Köben
- 2021 Rauð viðvörun: Jólin eru á leiðinni
- 2020 Gullfossinn: Framtíðarsaga
- 2019 Sigurfljóð í grænum hvelli!
- 2019 Kopareggið: Framtíðarsaga
- 2018 Silfurlykillinn: Framtíðarsaga
- 2017 Áfram Sigurfljóð
- 2017 Afmælisgjöfin
- 2016 Sigurfljóð hjálpar öllum
- 2016 Hoppað í París
- 2016 Rassaköst í Róm
- 2015 Leyniturninn á Skuggaskeri
- 2015 Tölvuskrímslið
- 2014 Ferðaflækur
- 2014 Listahátíð
- 2014 Fuglaþrugl og naflakrafl
- 2014 Draugagangur á Skuggaskeri
- 2013 Strokubörnin á Skuggaskeri
- 2012 Listasafnið
- 2012 Jólakrakkar
- 2011 Náttúrugripasafnið
- 2010 Forngripasafnið
- 2009 Kuggur: Blómkál
- 2009 Kuggur: Útilega
- 2009 Finnur finnur rúsínu
- 2008 Kuggur: Draugagangur
- 2008 Eyja Sólfuglsins
- 2008 Kuggur: Gleðilegt sumar!
- 2007 Gælur, fælur og þvælur
- 2007 Eyja glerfisksins
- 2006 Stanleyhamarsheimt
- 2006 Gula sendibréfið
- 2006 Eyja gullormsins
- 2005 Jólaleg jól
- 2005 Kuggur: Þorrablót
- 2005 Steinhjartað
- 2004 Frosnu tærnar
- 2004 Kuggur: Prinsinn og drekinn
- 2004 Kuggur: Í sveitinni
- 2004 Kuggur: Geimferð
- 2004 Kuggur: Nýir vinir
- 2003 Týndu augun
- 2003 Snorra saga (með Þórarni Eldjárn)
- 2002 Draugasúpan
- 2001 Geimeðlueggin
- 2000 Drekastappan
- 1999 Teitur í heimi gulu dýranna
- 1999 Að skrifa barnabækur: Greinar
- 1998 Málfríður og tölvuskrímslið
- 1998 Teitur tímaflakkari
- 1998 Línuteikning og leikur: Greinar
- 1997 Kynlegur kvistur á grænni grein
- 1996 Beinagrind með gúmmíhanska
- 1995 Skordýraþjónusta Málfríðar
- 1994 Syngjandi beinagrind
- 1994 Talnakver
- 1993 Beinagrindin
- 1992 Sól skín á krakka
- 1991 Stjörnustrákur
- 1990 Axlabönd og bláberjasaft
- 1989 Kuggur, Mosi og mæðgurnar
- 1988 Kuggur til sjávar og sveita
- 1987 Kuggur og fleiri fyrirbæri
- 1986 Bétveir - Bétveir
- 1984 Langafi prakkari
- 1983 Langafi drullumallar
- 1981 Eins og í sögu
- 1981 Gleymmérei
- 1980 Allt í plati
Verðlaun og viðurkenningar
- 2018 Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Silfurlykilinn
- 2011 Íslensku bjartsýnisverðlaunin
- 2008 Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar
- 2007 Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir Gælur, þvælur og fælur
- 2007 Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi og Glitnis, fyrir feril
- 2006 Vorvindar IBBY (sem mynd- og rithöfundur)
- 2004 Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Frosnu tærnar (sem besta barnabókin)
- 1999 Alþjóðlegur heiðurslisti IBBY fyrir Málfríður og tölvuskrímslið
- 1999 Menningarverðlaun VISA fyrir myndlist og barnamenningu
- 1998 Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Halastjörnuna (ásamt Þórarni Eldjárn)
- 1996 Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
- 1994 Heiðurslaun Brunabótafélags Íslands
- 1992 Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir Óðfluga (ásamt Þórarni Eldjárn)
- 1987 Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Bétveir, bétveir
- 1989 Verðlaun fyrir útilistaverk í Laugardal
- 1988 Viðurkenning Barnabókaráðs IBBY
Tilnefningar
- 2024 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sigrún í safninu
- 2024 Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingu á Fjaðrafoki í mýrinni
- 2022 Til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ófreskjan í mýrinni
- 2021 Til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir Öll með tölu eftir Kristin Roskifte
- 2019 Til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Silfurlykilinn
- 2013 Til Fjöruverðlaunanna fyrir Strokubörnin á Skuggaskeri
- 2013 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Strokubörnin á Skuggaskeri
- 2005 Til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Frosnu tærnar
- 2003 Til Norrænu barnabókaverðlaunanna (fyrir höfundarverk sitt)
- 1999 Til Norrænu barnabókaverðlaunanna (fyrir myndskreytingar)
- 1998 Til H.C. Andersen-verðlaunanna (sem rithöfundur og myndlistamaður)
- 1998 Til Norrænu barnabókaverðlaunanna (fyrir myndskreytingar)
Þýðingar
(í vinnslu)
- 2019 Sølvnøglen : en fremtidshistorie (Kim Lembek þýddi á dönsku)
- 2014 Óbodnir gestir (Hørdís Heindriksdóttir þýddi á færeysku)