Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 9. október 2024
HARPA HAUSTSINS - Ljóð eftir listakonuna í fjörunni
HAUST
eftir Elísabetu Geirmundsdóttur (1915-1959)
Meðan húmsins hljóðu elfur
hægt í djúpsins nætursæ
hníga rótt, en rauðar glóðir
röðuls, út við hafsins slóðir,
kulna í svölum kvöldsins blæ.
Skuggar djúpir, dularfingrum,
dylja haustsins feigðarrún.
Senn mun harpa haustsins stynja,
stofnar svigna, laufin hrynja,
fýkur snær af fjallabrún.
(1951)