Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 7. nóvember 2024
ÚTGÁFU FIMM BÓKA FAGNAÐ - í Pennanum
Fimm frábær skáld fagna nýjum bókum og lesa upp úr þeim nk miðvikudag kl 17 í Pennanum Austurstræti, sem er elsta starfandi bókaverslun Reykjavíkur!
Ásdís Óladóttir les úr Rifsberjadalnum en síðast sendi hún frá sér ljóðabókina Óstöðvandi skilaboð 2020.
Egill Ólafsson les úr Rondó.
Eyþór Árnason les úr Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur.
Guðrún Eva Mínervudóttir les úr Í skugga trjánna. Nýjasta bók hennar er Útsýni (2022).
Ragnheiður Lárusdóttir les upp úr Veður í æðum. Hún hefur verið ötul að yrkja síðan hennar fyrsta bók kom út, 1900 og eitthvað en sú góða bók hreppti Tómasarverðlaunin og Maístjörnuna 2021.
Léttar veitingar og allir velkomnir!
Mynd af viðburði á fb